@30 Day Song Challenge. Day 11. A song that is a Guilty Pleasure
Ég fíla þetta þetta lag en samhengið sem það birtist í er truflandi, svo vægt sé til orða tekið, og atriðið alls ekki fyrir viðkvæmar sálir. Í japönsku hrollvekjunni Suicide Circle kynnumst við persónunni Genesis (leikinn af japönsku rokk/poppstjörnunni Rolly) sem einhvern veginn virðist hafa æxlast úr trekanti milli Charles Manson, David Bowie og dr. Frank-N-Furter. Þar sem hann lætur klíkuna sína nauðga japönskum skólastúlkum og myrða þær inn í einhvers konar tjalddúkum fer hann að syngja þetta lag og grípur svo í gítarinn og heldur áfram að spila lagið ásamt hljómborðsleikaranum sínum. Enskan hans er líka skemmtileg: "Because dead it's a shine all night loooooooong".