sunnudagur, desember 27, 2009

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza verður haldinn í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og Njálsgötu) sunnudaginn 27. desember kl. 16


Ræðumenn: Rawda og Muhamed Odeh frá Jerúsalem

Þann 27. desember er eitt ár liðið frá því að Ísraelsher hóf stórfelldar og grimmilegar árásir á Gazasvæðið. Á þremur vikum féllu meira en 1400 Palestínumenn í valinn, flestir óbreyttir borgarar, þar á meðal 414 börn og unglingar undir 18 ára aldri. Þrettán Ísraelsmenn féllu þar af tíu hermenn. Stríðsglæpum Ísraelsstjórnar verður mótmælt víðs vegar um heim á sunnudaginn, þriðja í jólum, og um leið verður þess krafist að ómannúðlegri herkví um Gaza verði aflétt.

Kjörorð dagsins eru: Munum Gaza, rjúfum umsátrið!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.