Örvæntið ekki kæru lesendur. Ég er ekki dauður úr öllum æðum. En annir og appelsínur hafa þjakað mig lengi. Á morgun er ég til að mynda að fara í viðskiptafræðipróf sem ég kann ekki bofs í.
En nú er að koma páskafrí og vænkast þá vonandi hagur Strympu. Já, ég veit, það er óralangur tími liðinn síðan að ég hef bloggað og margt sem mér brennur á hjarta.
En ég auglýsi það hér að á morgun sínum við hina frábæru mynd Monty Python´s Life Of Brian í Cösu kl 8.
Og nota bene, þetta er EKKI aprílgabb (enda einungis 31. í dag).
miðvikudagur, mars 31, 2004
laugardagur, mars 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)