þriðjudagur, október 07, 2003

Var ekki hleypt inn í sögutíma fyrir að vera hálfri mínútu of seinn. Og svo er sögupróf á fimmtudaginn! Hér sit ég því, on the dock of the bay, eða réttara sagt, hími í tölvustofunni í skólanum.

Á reyndar enn eftir að prenta út helvítis íslenskuritgerðina. Var orðinn eftir á með hana, fékk helgarfrest og vann hana sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Tölvan er í viðgerð, eins og áður segir, og skemmtileg tilviljun að Vésteinn hafi einmittt verið að nota laptop-ið fyrir sína ritgerrð, sem hann átti einmitt að skila daginn eftir.

Ritgerðin heppnaðist svo sem ágætlega, meðað við aðstæður, en hún var hinsvegar krotuð mjög hroðvirknislega á þrælkrumpuð blöð, svo ég gat vægasxt sagt ekki skilað henni þannig. Átti þá eftir ýmist heimanám, m.a. viðskiptafræði, en nú þarf ég eflaust að lesa 2-3 kafla í henni fyir morgundaginn, og verð reynslunni ríkari umauðvald, arðrán og gerræði :Þ

En svo þegar ég reyndi að skrifa þessa blessuðu ritgerð upp á tölvuna í skólanum, fattaði í ég of seint að ég hafði gleymt að logga mig inn, svo ég gat einungis save-að ritgerðina á þá ákveðnu tölvu. Svo virkaði hvorki netið né prentarinn. Það sannar það sem ég hef alltaf álitið, tölvur eru andsetin djöflatól og verkfæri Satans, og var mér þá skapi næst að taka mér sleggju í hönd og mölva djöfuls apparatið í spón og dansa svo villtan stríðsdans yfir hræinu. Mig grunar reyndar að það sé einhver tölvuálfur á sveimi hér í Kösu
...eða bara taka rifilinn hennar ömmu á þetta

Já, ég hef eflaust verið eins og glataði sonurinn í gær, þegar ég sneri aftur á kóræfinguna. Að vísu var engum alikálf slátrað við komu mína, en maður getur víst ekki fengið allt.

Borgarbókasafn Reykjavík er frábær og oft vanmetin stofnun. Þar hef ég fengið bókina Heimur kvikmyndanna, Eru ekki allir í stuði? -Rokk á Íslandi á síðustu öld eftir Dr. Gunna, Sögu Rokksins með HAM, Sturlu með Spilverki þjóðanna, Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum og tvær plötur með Megasi, Fram og aftur blindgötuna og Loftmynd

Einhver djöfulsins fáviti krotaði klúryrði með penna í Morkinskinnuna mína. Ég hef alveg mínar grunsemsdir, þó ég geti víst ekkert sannað, en standi ég hann að verki eða gefi hann sig fram, þá mun ég sannarlega snúa hann úr hálsliðnum.
En mér er spurn: MEÐ HVERSLAGS AMÖBUM OG HEILALAUSUM NEFÖPUM, BEINÖSNUM OG DJÖFULSINS GRASÖSNUM ER ÉG EIGINLEGA MEÐ Í SKÓLA???!!! VANTAR LITNING Í FÓLK, EÐA HVAÐ???!!!

Þarf að læra að koma upp kommentakerfi. Áhugasamir geta í millitíðinni sent mér Emil á einarsteinn@mr.is.

Ljóðaviðtalið heppnaðist ágætlega, og gaman að fá ljóðið birt. Skemmtilegt samt að lampinn tekur 4/5 af myndinni og í horninu má greina greppitrýni mitt. ;)

Annrs er ekki það margt safaríkt sem ég get sagt frá, sem á daga mína hefur drifið undanfarið. Meira bara svona blablablablablamjámjámjámjá.

Við verðum með fyrsta kvikmyndakvöldið á fimmtudaginn kl. 19:30 í C.253 í Kösu, og sýnum Pink Foyd og Alan Parker-myndina The Wall. Allir að mæta!


Jæja, ætli maður verði ekki að fara að drulla sér heim að læra. Læri jafnvel á þjóðarbókhlöðunni.
Vídeóið er komið í lag! Jibbí! Nú fylgir löng rútína, þar sem ég leggst í maraþonsjónvarpsgláp og lendi á svörtum lista hjá öllum leigum fyrir vanskil, sektirnar hrannast upp og handrukkarar verða sendir á heimili mitt.
...ekki það að þetta sé ekki þegar orðið svona...

Lúkum vér hér þessari færslu

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.