sunnudagur, febrúar 25, 2007

George Harrison- Within You Without You




Í dag hefði George Harrison orðið 64 ára, hefði hann lifað. Harrison hefur löngum verið í mklum metum hjá andaktuga unga manninum og á lag dagsins á bloggi þess síðarnefnda. Það er lagið Within You Without You af hinni sígildu plötu Sgt. Pepper's Lonely Heart Club's Band. Lagið má nálgast
hér, myndabandið er tilraunamynd einhvers gauks, kemur alveg fínt út.
Textann lætur andaktugi ungi maðurinn fylgja með. "Speaking words of wisdom", andaktugungurinn segir ekki annað.

Within You Without You

We were talking
about the space between us all
and the people who hide themselves
behind a wall of illusion
never glimpse the truth
then it's far too late
when they pass away

We were talking
about the love we all could share
When we find it
to try our best to hold it there
with our love, with our love
we could save the world
if they only knew

Try to realize it's all within yourself
no one else can make you change
And to see you're really only very small
and life flows on within you and without you

We were talking
about the love that's gone so cold
and the people who gain the world
and lose their soul
They don't know, they can't see
Are you one of them

When you've seen beyond yourself
then you may find
peace of mind is waiting there
And the time will come
when you see we're all one
and life flows on within you and without you

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Helvítis apparat alltaf hreint

Með reglulegu millbili hellist yfir mig löngun til að taka mér gríðarstóra sleggju í hönd og mölva tölvuna á heimilinu mélinu smærra. Sú tilfinning gerir sterklega vart við sig núna. Djöfulsinshelvítisandskotansfokkíngtölvurusl.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Lag dagsins: Moonlight Mile með The Rolling Stones, af plötunni Sticky Fingers. Lagið má nálgast hér. Myndbandið við það er úr einhverjum Supernatural-þætti/mynd sem ég hef ekki horft á.
Ég læt svo textann fljóta með:

Moonlight Mile

When the wind blows and the rain feels cold
with a head full of snow
with a head full of snow
In the window there's a face you know
Don't the night pass slow?
Don't the night pass slow?

Sound of strangers sending nothing to my mind
Just another mad, mad day on the ro-oad
I am just living to be lying by your side
But I'm just about a moonlight mile, on down the road

Made a rag pile of my shiny clothes
Gonna warm my bones,
gonna warm my bones
I got silence on my radio
Let the air waves flow,
let the air waves flow
For I am sleeping under strange strange skies
Just another mad, mad day on the road
My dreams is fading down the railway line
I'm just about a moonlight mile down the ro-oad-woad

Yeah, yeah, yeah, yeah, yeah, yeah


I'm riding sister and I'm dreamin'
I'm riding down your moonlight mile
I'm riding sister and I'm dreamin'
I'm riding down your moonlight mile
I'm riding down your moonlight mile
Let it go now, come on up baby
Yeah, let it go now, yeah come on now baby
Say
Yeah, I'm coming home 'cause

I'm just about a moonlight mile on down the road
on down the road, down the road
yeah, yeah, yeah, yeah baby ahhh

föstudagur, febrúar 16, 2007

Ace Frehley



Í spilaranum núna er samnefnd sólóplata Ace Frehley.

Af sólóplötum KISS hefur sólóplata Ace átt mestum vinsældum að fagna. Ástæðan er einföld: Hún rokkar feitast. Hún er ekkert vegin gallaus, frumleikinn mætti vera meiri, lögin misgóð og Ace Frehley er enginn Caruso, röddin hans er hrá og liggur svona miðlungs hátt. Þetta er hins vegar grípandi rokk. Bestu lögin hafa helvíti góð riff, sérstaklega lög eins og Ozone, New York Groove og Snowblind (skyldi ekki rugla saman við samnefnt lag Black Sabbath) og sólóin eru sömuleiðis töff. Fractured Mirror fær mig til að hugsa til Beck's Bolero eða Lick My Lovepump (það síðarnefnda út kvikmyndinni This Is Spinal Tap) Textarnir eru flestir svona “sex drugs and rock ‘n’ roll’, en maður bjóst svo sem ekkert við öðru, en skoða stundum aðeins meira myrkari hliðar þess lífstíls.

Ace hefur lengi verið uppáhalds meðlimurinn minn í KISS. Ég fíla gítarleik hans vel og hann er mesti rokkarinn af þeim fjórum, eins og heyrist vel á þessari plötu. Um leið er hann e.t.v. mesti tónistarmaðurinn af þeim. Hann er raunar rokkari með öllu sem því fylgir og hefur sukkað stíft, og sér á honum. Sólóin hans og lead-gítarleikur hefur virkilega ljáð KISS rokk-kryddið, hann hefur líka samið ýmis góð lög innan KISS, t.d. Cold Gin, Shock ME og Strange Ways. Hann samdi “klassíska” intro-ið í Rock Bottom og einnig má benda á intro-ið og sólóið hans í Black Diamond eða lokasólóið í tónleikaútgáfunni af She, ef lesendur vilja heyra flottan gítleik hjá honum. Öll Alive!-platan með KISS er reyndar ágætis vitnisburður um það að karlinn rokkar feitt.
Og mér er sama hvað hver segir, KISS-lúkkið hans er töff!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Goran Bregovic á Listahátíð og tónleikar Háskólakórsins

Ég á bæði!

Fyrri fréttirnar las ég í Blaðinu rétt í þessu. Á sömu blaðsíðu er fjallað um Háskólakórinn og spjallað við Hreiðar Inga Thorsteinsson, hvers verk er meðal þeirra sem við syngjum. Tónleikarnir okkar á morgun verða kl.12:30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Við flytjum verk eftir ung íslensk tónskáld; Púsluspil fyrir lengra komna eftir Pál Ragnar Pálsson (AKA Palla í Maus), Úr vitund þinni horfir andlit eitt eftir Egil Guðmundsson, Þú og Óttu eftir Hafdísi Bjarnadóttur,Vonina eftir Mamiko Dís Ragnarsdóttur, Hrafnamál eftir Hreiðar Inga og Fallega Skjóni fótinn ber.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Lag dagsins: Hallelujah með Leonard Cohen.

Smelli hlekk á youtube-myndbandið, fyrir þá sem vilja njóta, en verð að játa að mér þykir myndbandið sjálft ekkert spes, full cheesy. Lagið stendur hins vegar alltaf fyrir sínu.

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Ömmudóttirin

Brá mér til Gísla í gær þar sem liðið horfði saman á Barbarellu. Þessi mynd er æðisleg, sá hana í fyrsta sinn í fyrra í B-myndaveislu Páls Óskars á
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Mér þótti nokkuð fyndið þegar Hafdís kórsystir sagðist ekki muna eftir upphafsatriðinu. Ég skil nú ekki hvernig nokkur sem hefur séð myndina ætti að geta gleymt því. Horfðum svo á Lost In Translation og hún var góð líka.

Doddi bloggar skemmtilega færslu um kaldhæðni Óla, litla bróður síns, og greinlegt að sver sig í ættina. Það þótti mér líka systurdóttir mín, Katrín Ásta (fjögurra ára) gera í morgun. Þar sem ég lá í rúminu eins og pönnukaka kl. 3 e. hádegi kemur hún og vekur mig á nákvæmlega sama hátt og mútta hefði gert. Segir að það sé kominn dagur, spyr hvort ég ætli að liggja í rúminu í allan dag, kallar mig svefnpurku, segir að ég liggi eins og klessa (eða e-ð í þá áttina) og kommenterar meira að segja á draslið í herberginu mínu. Þetta þótti mér svo fyndið að ég lét undan og skrönglaðist á fætur.

Lög dagsins: LowDown með Tom Waits af plötunni Brawlers(hluti af þríleiknum Orphans: Brawlers Bawlers & Bastards) og Lively Up Yourself með Bob Marley & The Wailers af plötunni Natty Dread.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Planet Earth

Ég mæli eindegið með með Planet Earth sem RÚV er að sýna núna. Klassa- náttúrulífsþættir frá BBC. Þátturinn sem ég sá nefndist Ísheimar og var sérlega heillandi. M.a. var fjallað var um ísbirni, rostunga og mörgæsir. Myndatakan, náttúrufegurðin og dýralífið var einstakt. Sérstaklega var litið til áhrif hlýnandi loftslags á afkomu ísbjarnarins og er það eitthvað sem allir mega taka til sín, ef þeim er þá ekki skítsama um afkomu dýrsins.

Stundum finnst mér eins og þessháttar gildi vilji hverfa til hiðar í nútímasamfélagi, að tal um náttúrufegurð og tign, og mikilvægi þess að vernda náttúruna þyki hjáróma lýrískt þrugl. Ég hvet fólk til að horfa á þætina og velta fyrir sér: Vil ég að þetta skaðist? Vil ég að þetta deyi?

Eitt er það dýr sem mér hefur alltaf þótt bera af í ægifegurð, mikilfengleik og þokka og þótt þeim mun sorglegra að sé í útrýminghættu. Það er hvíta tígrisdýrið.

Ég skelli því hér mynd af hvítum Síberíutígri. Þið getið svo dæmt fyrir ykkur sjálf:

Eilitlar hugleiðingar um stúdentapólítíkina

I’m afraid I have a lovely horrorshow pain in me gulliver, O my little brothers. Ég vona að ég sé ekki að fá einhverja bölvaða flensu, en ljóst er að mér líður allt annað en vel i höfðinu. Gæti verið hiti, á eftir að mæla mig. Getur líka tengst þvi að ég er með dáhressilegt kvef, þá aðallega í vinstri nösinni.

Tvennt er það sem angrar mig núna við stúdentapólítíkina. Jæja, raunar fleira (t.d. sandkassapólítík og þess háttar og hvernig allar fylkingarnar sverja hana af sér) en tvennt sem ég vil sérstaklega beina sjónum að að þessu sinni.
Annars vegar er það sú leiða tilhneyging að birta annaðhvort ekki upplýsingar á ensku eða öðrum erlendum málum fyrir erlenda stúdenta, eða að birta í besta falli einhvers konar úrdrátt á ensku, þar sem birtast helstu hugmyndir þegar best lætur.
Þessi tilhneyging finnst mér bera vott um snobb niður á við, og anga af pólítískri réttsýni, hvort sem það er meðvitað eður ei. Eins og það sé verið að hafa þetta á ensku út af því að félögin þurfi þess, fremur en út af því að þau beri hagsmuni stúdenta svo fyrir brjósti að allir geti fengið jafn miklar og nákvæmar upplýsingar um hvað um er að vera. Er það ekki annars réttur stúdenta að hafa jafnan aðgang að upplýsingum? Eiga nemendafélögin ekki að heita málsvarar og fulltrúar þeirra?
Nú hef ég aðeins fengið heimsókn frá Vöku í tímum mínum í ensku þetta árið. Sló það strax í augu að einn af þremur talsmönnum ætlaði ekki að beita fyrir sig ensku og hafði það fyrir afsökun að hann væri ekki nógu sjóaður í henni. Þetta er aum afsökun, eiginlega til háborinnar skammar. Ef þessi einstaklingur talar ekki nógu góða ensku til að geta tjáð sig við nemendur, hvað þá í enskudeild, þar sem þess er brýn þörf, ætti Vaka kannski að hugleiða að senda fremur fulltrúa sem getur það. Ef Nemendafélögin vilja stuðning erlendra nema væri kannski rétt að byrja á því að koma fram við þá sem jafningja og veita þeim upplýsingar á við aðra nemendur.

Enskudeildin er svo eflaust sú deild sem fær einna minnst fé núna og við höfum ekkert fastahúsnæði. Á meðan fáum við lýsingar frá Vöku að Læknadeildin hafi það meira eða minna eins og blómi í eggi miðað við okkur. Vaka var heldur ekki að skora prik þegar fulltrúi hennar hélt að Humanistic Department væri mannfræðideild. *Úff*. Auk þess hefði maður haldið að félögin ætti að hafa nóg af fólki á sínum snærum sem kann almennilega ensku til að þýða upplýsingar alemnnilega, og jafnvel fólk sem gæti þýtt yfir á önnur tungumál, ef út í það er farið. Nóg hefur það alla vega af áróðursliði til að angra mann með símhringingum, (verður þó að játast að ég hef verið blessunarlega laus við hringingarnar þetta árið, blíðuhótum og almennum sleikjuskap.

Hitt sem mér leiðist er einmitt sleikjuskapurinn. Það er náttúrulega ekkert óeðlilegt að fólk smyrji ofan á vinarþelið þegar ksoningar nálgast og pólítískir hagsmunir þess eru í húfi. Stundum tjáir fólk sig við mann sem annars myndi ekki hirða um að yrða á mann, aðrir sem eru kannski vinveittir fyrir en þurfa að klína þessari auka skán ofan á. Oft vill þetta raunar gerast ómeðvitað en þetta getur orðið illbærilegt til lengdar.

...

- Segi ég sem nefni varla svo Háskólakórinn við fólk að ég læði því ekki að að kórinn var að gefa út geisladiskinn Í hendi þinni fyrir jól, að hann fæst í Bóksölu Stúdenta og 12 Tónum og kostar 2000 kr. Sko, ég var að því í þessum skrifuðu orðum og með þessu líka fallega skáletri.
Yðar einlægur Hýpókrýtos hefur talað.

PS Án gríns megið þið gjarnan kaupa eintak af disknum. It very nice. I like.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Með síðdegiskaffinu: A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess og platan A Sauccerful Of Secrets með Pink Floyd.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.