þriðjudagur, október 07, 2003

Næstu bloggdagar mínir verða víst nokkuð slitróttir og innihaldsrýrir, þar eð aðgangur minn að internetinu er mjög takmarkaður á meðan tölvan er í viðgerð. Sögupróf á fimmtudaginn. Jibbí.

MR-VÍ var stórglæsileg, við rótburstuðum liðið, strákarnir okkar stóðu sig frábærlega í ræðukeppninni og MR-VÍ-mynd MR var snilld. Það sama verður seint sagt um Versló-myndina. Reyndar skilst mér að þeir hafi bara haft eitthvað 1-2 daga til að undirbúa þessa, sem sýnir metnað nemendafélagsins að vel verði staðið að hlutum. Í hittífyrra var myndin svo veltandi appelsína! Þeir hefðu allt eins getað gert myndina ,,Dagur í lífi ánamaðks" eða ,,Þornun málningar".

Nú líður að því að árshátíðardiskurinn komi út, og hefði verið gaman að geta verið með lag, en þetta er allt ogf stuutur tími til að áður nái að gera eitthvað. Ég á auk þess enn eftir að fá nýja strengi í gítarinn, hreinsa hann og stilla og lagbútarnir sem ég á eru... tja... enn lagabútar.
Mamma kom heim frá Króatíu í gær, og var ég þá búinn að laga það til sem ég náði, áður en ég þurfti að drífa mig í kórinn. Þar hafði mig vantað á nokkrar æfingar, sem ég neyddist til að sleppa vegnba helvítis bölvaðra anna.
Gat svo ekkert sungið vegna nebbkvebbs og hæsis, en ég er alveg raddlaus.

Verð að drulla mér í tíma.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.