fimmtudagur, júní 26, 2008

Tvær flugur í einu höggi

19. júní er helgaður kvennréttindum og láðist mér að blogga af því tilefni á þeim degi en geri nú bragarbót með því að pósta eftirfarandi myndbandi í senn af því tilefni og til heiðurs minningu George Carlin. Njótið heil:

miðvikudagur, júní 25, 2008

Lag dagsins: Animal með Def Leppard, af plötunni Hysteria:


Skemmtilegt þegar góð lög rifjast upp fyrir manni, en þessu lagi kynntist ég fyrst í eðalþættinum The Friday Rockshow á VH1 á gaggóárum mínum. Ég á þetta lag reyndar á fyrrnefndri vínilplötu en Vésteinn flutti að heiman með plötuspilarann og ég hef ekki hlustað á plötuna í allav. 8 ár, ef ekki meira, þó skömm sé frá því að segja.

Að öðru ótengdu þá játa ég að ég sá aldrei Karate Kid. Það rifjaðist hins vegar upp fyrir mér um daginn að ég átti Karate Kid karl sem ég var búinn að steingleyma, og hafði ekki munað eftir árum saman, sem er skrýtið, því hann var drullutöff. Ég átti sumsé þann í gula stakknum:

mánudagur, júní 23, 2008

In memoriam

Ég vil biðja lesendur um einnar mínútu þögn til minningar um tvo snillinga á sínu sviði: Brynju Benediktsdóttur leikkonu og leikstjóra og grínistann George Carlin. Ég bý að góðum minningum um Brynju og votta Benna og Erlingi innilega samúð mína. Ein besta minningin er frá kvöldinu í Kaffileikhúsinu þegar settir voru upp þættir úr Dags hríðar sporum eftir pabba, en Brynja og Erlingur settu leikritið einnig upp árið 1980. George Carlin var eftirlætis grínistinn minn og mikil hetja. Hans verður jafnframt sárt saknað. Ég er þakklátur fyrir bein og óbein kynni af þeim báðum. Sólin lýsi minningu beggja.*
*Svo vitnað sé í trúarbragðaskitt Carlins hér fyrir neðan.

Dýr sem líkjast ísbirni

Ég heyrði í fréttunum áðan að það væri verið að leita að meintum þriðja ísbirninum eða dýri sem líktist honum. Það er náttúrulega fjandanum erfiðara að þekkja stærðarinnar hvítabjörn frá öðrum nauðalíkum skaðræðisskepnum sem kynnu að vera á vappi á svæðinu. Því til staðfestingar býð ég lesendum að spreyta sig á að greina á milli þessara þriggja kandídata:





föstudagur, júní 20, 2008

Túristavæna Ísland

Nú veit ég hvernig við getum fjölgað túristum til Íslands og grætt meiri pening.
Við seljum þeim aðgang á bjarnaskytterí.
Come to Iceland, and experience the unique oportunity of shooting endangered animals.

"What gives mankind the right to kill at will?
I'll tell you what: Guns. Big fucking guns with giant fucking bullets, pal."
-- Save this m. Denis Leary

"It's coming right for us!"
-- Jimbo frændi í South Park

sunnudagur, júní 15, 2008

Fyndið stöff...

Rakst á þessa snilld á bloggi Bastarðsins og má til með að deila dýrðinni.

Jon Lajoie - Show Me Your Genitals

George Carlin um trúarbrögð

My friends are gonna be there too...

Rakst á eftirfarandi snilld af tilviljun þar sem ég var að gúglast í dag, en hú er fengin af heimasíðu Páls Kristbjörnssonar guðfræðings
og rituð í fyrra. Tilefnið var frétt í Morgunblaðinu um að flugskeytum hafði verið skotið á Ísrael og Ísraelsstjórn gaf leyfi til hernaðaraðgerða. Ég gef Páli orðið:

"Sótt að guðs eigin landi

Þetta ótrúlega hatur bræðra Múhammeðs magnast upp. Siðspilltir skjóta þeir á bræður vora í Ísrael og hika jafnvel ekki við að ala syni sína hatri og senda sprengjum búna til sjálfsvígs.

Ótrúleg þykir mér einnig samúð margra vorra Vestrænu bræðra með djöfullegum málstað arabanna og nefni hér sem dæmi félagsskap vinstri Guðlausra hér á landi Ísland-Palestína, sem hvað eftir annað kemur fram með lygum og rógburði.

Sannlega eru handbendi Kölska mörg og máttug. Þau munu þó öll skelfast og uppbrenna þegar Drottinn vor Jesú snýr aftur á Efsta Degi.

Amen"

Það var og. Ekki nóg með að ég sé vinstrisinnaður guðleysingi, lygari og rógberi heldur er ég víst handbendi Satans að auki. Ekki amalegt syndaregistur, það. En hjúkkit að Jesú ætlar að skelfa mig og brenna á efsta degi af náð sinni og miskunn.
Alltaf gaman að sjá svona Schadenfreude hjá trúarnötturum, Þeir bæta svo jafnan við að þeir elski mann samt og muni biðja fyrir manni. Með svona vini þá er víst lítil þörf á óvinum.

föstudagur, júní 13, 2008

Með síðdegiskaffinu: Relationship of Command með At the Drive-In og A Thousand Splendid Suns eftir Khaled Hosseini. Merkilegt að ég hafi ekki hlustað meira á At The Drive-In, þar eð mér finnst þessi plata drullugóð. Á hins vegar De-Loused in the Comotarium með The Mars Volta og finnst hún mjög góð. Hef samt ekkert hlustað á The Mars Volta umfram það. Spörtu hef ég heldur ekkert hlustað á að ráði. Hvað Hosseini varðar var ég afar hrifinn af The Kite Runner og þessi bók lofar góðu, margir hafa sagt mér að þessi sé enn betri. Ekki amalegt, það. Hef hins vegar ekki séð Kite Runner-myndina enn. Hafi einhver lesenda séð hana þætti mér vænt um að heyra álit viðkomandi á myndinni, ekki síður ef viðkomandi hefur líka lesið bókina.
Hef líka verið að hlusta smá á Nation með Sepultura. Fín plata, það.

Lag dagsins: Invalid Litter Dept. með At The Drive-In, af plötunni Relationship of Command:

"Ástæðan fyrir því að múslimar eru svona fúlir" - Einfalt og augljóst, ekki satt? ;)



Uppfært föstudagin 13. júní kl. 13:51:
Nú er ég bara að spá í South Park-myndbandinu sjálfu, gat ekki fundið það án aukadraslsins.

Ég hló að sama skapi af mér rassgatið yfir þessu lagi:


og fyrst við erum komin yfir í trúarlega sálma (no pun intended), þá má ég til með að deila The Vatican Rag með Tom Lehrer með ykkur:

fimmtudagur, júní 12, 2008

fimmtudagur, júní 05, 2008

Mótmæli við álveri í Helguvík.

Heiða sendi mér eftirfarandi sms rétt í þessu: "Mótmælum 1. skólfustungu álvers í Helguvík 0.6.06.08 kl. 16:00." Við þetta vil ég aukin heldur bæta að ég hvet fólk eindregið til að láta boðin berast.
Sjálfur verð ég á vakt þá en sendi hugheilar baráttukveðjur.

miðvikudagur, júní 04, 2008

Andaktungurinn mælir með...

... lestri Gunnars Gunnarssonar á skáldsögu sinni Svartfugli í listilegri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, sem nú er flutt á RÚV frá mánudeginum síðastliðnum til og með fimmtudegi kl. 22:15, en upptakan er frá árinu 1956. Kunningjar og aðrir lesendur þessa bloggs ættu að þekkja e-ð til dálætis míns á þessari mögnuðu bók, sem er jafnframt eitt besta verk Gunnars. Ef þið missið af lestrinum getið þið líka tékkað á heimasíðu RÚV.
Minni á umfjöllun mína um Svartfugl sem ég skrifaði hér á bloggið fyrir fjórum árum (tempus fugit), eftir að hafa lokið við bókina.

Mæli líka með The Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut, en hana kláraði ég um daginn úti í Póllandi og fannst hún hreint afbragð.

Núna er ég að lesa Mother Night eftir Vonnegut og sýnist hún forvitnileg.

Er sem áður húkkaður á Sopranos, en ég fékk 3. og 4. seríu lánaða hjá Arnari. Brillíant þættir.

Svo eru Ballad of a Thin Man og One More Cup of Coffee með Bob Dylan (það seinna ásamt Emmylou Harris) asskoti góð lög. :)

þriðjudagur, júní 03, 2008

White whine

Helsta lúxusvandamál mitt út í Berlín og Póllandi var að veskið mitt var svo úttroðið að það var vesen að koma því í vasann. Sérstaklega ef ég var með annað dót, eins og passann minn, í vasanum.

Hér er bráðskemmtileg síða, tileinkuð lúxusvandamálum og væli hvítra. Titilinn, White Whine, segir í raun allt.
Af mörgu skemmtilegu væli er þetta væl, í boði Stephanie Garfield, líklegast í mestu uppáhaldi hjá mér: “Why was the year of my birth such a disappointing year for Bordeaux?”.

Lög dagsins: Far Away Eyes með The Rolling Stones, af plötunni Some Girls,

og Asshole með Denis Leary:

mánudagur, júní 02, 2008

Frh.

Við þetta má bæta að það er óneitanlega spes tilfinning að horfa á bróður sinn pyntaðan...
Get ekki beinlínis sagt að ég mæli með því. Ehh..., þannig að, þúst, do not try this at home.
(Eða annars staðar, ef út í það er farið).

Meira af Condie og mannréttindamálum

Þá er Condoleeza floginn af landi brot á kústskaftinu sínu.
Vésteinn bróðir komst svo að orði á hversdagsamstri sínu: "Alveg er ég bit yfir því að þetta glæpakvendi sé boðið hingað eins og fín manneskja. Alveg bit."
Hann er sannarlega ekki einn um það.
Hvað sjálfan mig varðar, hefur það varla farið framhjá fólki hversu ég ég hef brunnið og brenn enn af reiði og hneykslan yfir komu hennar og meðsekt íslenskra stjórnvalda, sem kóa með henni og Bandaríkjastórn, og skyldi engan undra; þannig hlýtur hverjum að líða sem lætur sig mannréttindi og mannslíf einhverju varða. Heimsókn Condoleezu Rice skilur eftir sig saurugan svívirðublett fyrir land og þjóð, eða ætti ég kannski að segja blóðugan, og það verður varla auðveldara að hreinsa þann blett heldur en fyrir lafði Macbeth að hreinsa burt bletti morðs og nagandi samviskukvala. Ríkisstjórnin á vissulega sjálf eingunis háðung og skömm skilið fyrir að bjóða þessari glæpatík hingað. Hvorki Condoleeza né nokkur íslenskur ráðamaður þáði að prufa vatnspyntinguna á Austurvelli eða að þiggja sýnikennslu. Vésteinn bróðir var meðal þeirra sem prófaði og entist ekki lengur en svona 10-15 sekúndur, að ég held. Sjálfur lagði ég ekki í þetta, fansnt ég hvort eð er ekkert þurfa frekari vitnanna við, lestur, augun og ímyndunaraflið dugði alveg.
Ég tek undir með Elíasi Davíðssyni í opnu bréfi hans til Samtaka hernaðarandstæðinga, að Samtök hernaðarandstæðinga hefðu átt að krefjast handtöku Condoleezu Rice fyrir stríðsglæpi. Ég tel vissulega ekki séns að það hefði orðið við þeirri kröfu, en það hefði allav. verið táknrænt og þar hefði verið tekin skýr afstaða af hálfu Samtaka hernaðarandstæðinga. Ég er einnig sammála Elíasi að það getur verið varhugavert að einblína á Guantanamo ef það verður til þess að horft sé framhjá fleiri glæpum sem Bandarísk stjórnvöld bera ábyrgð á. Þanning finnst mér í sjálfu sér jákvætt að Alþingi fordæmi pyntingar í Guantanamo en betur má, ef duga skal. Við þurfum að fordæma pyntingar og önnur mannréttindabrot hvarvetna og hafna stríði og vígvæðingu. Mannréttindi og friðarmál eiga ekki að leysast upp í flokkapólitík, og eiga ekki að vera einkaleyfi útvalinna hópa. Þau eiga jafnframt ekki að vera afstæð heldur eiga þau að vera öllum til handa.
Það liggur í hlutarins eðli að fólk vill ekki vera svipt mannréttindum sínum og það er grundvallarkrafa fólks að fá að njóta þeirra.

sunnudagur, júní 01, 2008

Lag dagsins: The Class of '57 með The Statler Brothers. Þökk sé Kurt Vonnegut og greinasafni hans Palm Sunday að ég kynntist þessu frábæra lagi. Vonnegut beindi sérstaklega athygli að texta lagsins sem mér finnst sömuleiðis sjálfum það góður að ég má til með að láta hann fylgja hér:

The Class of '57

Tommy's selling used cars, Nancy's fixing hair,
Harvey runs a grocery store and Margaret doesn't care.
Jerry drives a truck for Sears and Charlotte's on the make,
And Paul sells life insurance and part time real estate.

Helen is a hostess, Frank works at the mill,
Janet teaches grade school and prob'ly always will.
Bob works for the city and Jack's in lab research,
And Peggy plays organ at the Presbyterian Church.

And the class of '57 had it's dreams,
Oh, we all thought we'd change the world with our great works and deeds.
Or maybe we just thought the world would change to fit our needs,
The class of '57 had it's dreams.

Betty runs a trailer park, Jan sells Tupperware,
Randy's on an insane ward, Mary's on welfare.
Charlie took a job with Ford, Joe took Freddie's wife,
Charlotte took a millionaire, and Freddie took his life.

John is big in cattle, Ray is deep in debt,
Where Mavis finally wound up is anybody's bet.
Linda married Sonny, Brenda married me,
And the class of all of us is just a part of history.

And the class of '57 had it's dreams,
But living life day to day is never like it seems.
Things get complicated when you get past eighteen,
But the class of '57 had it's dreams.
Oh, the class of '57 had it's dreams.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.