þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Í gær skrapp ég svo í Listasafn Reykjavíkur og sá sýninguna ,,Kenjarnar” eftir Fransisco De Goya.
Fáum eitt strax á hreint. Goya var SNILLINGUR. Þessi myndaröð markaði tímamót og frumkvöðlaverk í svartlist. Í genni kannar Goya kenjar mannsins, hinar myrku hliðar, og duttlunga sálarinnar, hins margbrotna mannshugar og samfélagsins. Hann veitti sér hér listrænt frelsi og braut af sér hlekkina sem hann hafði verið í þegar hann málaði eftir pöntunum. Honum er ekki margt heilagt nema að sýna samfélagið, þrátt fyrir afskræmingu, djöful- og skrípaleik,og martröð er myndirnar um leið í raun næstum óiþægilega raunsæar, eitthvað sem við könnumst öll við. Myrkar og draumenndar en eru þó skuggsjá mannlífsins og óra okkar. Ég var sleginn og heillaður í senn og leið áfram í andakt milli mynda en eftir ca. 24. myndina var verið að loka. Keypti mér hins vegar bók um verkin eftir Guðberg Bergsson þar sem hann fjallar um þau og túlkar.
Goya kynntist ég annars fyrst eftir að hafa séð afbragðs kvikmynd eftir spænska leikstjórann Carlos Saura fyrir þónokkrum árum á kvikmyndahátíð. Mæli eindregið með henni. Annars ættu ýmsir að aknnast við olíumáverkið ,,Krónos étur börnin”.

Um kvöldið skrapp ég svo með Agga á Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð í flutningi Landleiks. Að honum standa 7 Mr-ingar, mér að góðu kunnir. Ég hafði lesið bókina eftir Finnan Arto Paasilinna og finnst hún bráðskemmtileg. Það reyndist einnig vera með leiksýninguna sem var afar vel heppnuð og ánægjuleg. Auk frábærrar frammistöðu aðstandenda, sem ég vil sérlega óska til hamingju með afrekið, fannst mér tónlistin setja alveg sértakan blæ á sýninguna. Þar var finnsk gleðitónlist og Tango.

Enginn skyldi vanmeta Borgarbókasafnið. Þangað fór ég í dag og fékk 5 afbragðs diska. Alice með Tom Waits, Unknown Pleasures með Joy Division, In Rock með Deep Purple, safndiskinn The World of Klezmer og Sei mir gezunt með Schpilkas.

Einnig eru ýmsar myndasögur sem ég hlakka til að lesa. Sérlega líst mér vel á Buddha eftir Osamu Tezuka. Langar líka að lesa Hellboy, Sleeper, Bones, The Invisibles, Filth o.s.frv.

Síðasta ,,graphic novel” sem ég las var eflaust Isaac the pirate eftir Cristophe Blain. Hreinasta listaverk. Mæli eindregið með þeirri frábæru sögu. Sjálfur get ég varla beðið eftir hinum tveimur bókunum.

Og talandi um myndasögur; Mogginn fær stórt prik hjá mér fyrir að birta Kalvin & Hobbes. Gargandi snilld.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.