föstudagur, júní 04, 2004

Með þessa vafasömu stöðu sem virðist komin upp um stöðu þings, forseta og ríkisstjórnar tel ég þjóðráð að við sendum bænaskrár til bræðra okkar í austri og lýsum yfir eindregnum vilja og samhug Íslendinga þess efnis að játast sínum fornu drottnurum aftur á hönd. Við vorum þvinguð undir danskins slekt en var það með samþykki góðra höfðingja og stórbokka Frónarfoldu að við játuðumst undir vorn sanna arfakonung og herra eftir að bændur höfðu flogist á af meiri heift en áður hafði þekkst í nýlendu þeirri sem vorum herra tilheyrir réttilega með guðs lögum og befalíngsbréfum og vér nefnum Ísland. En vegna gjálífis, græðgi og taumlausrar frygðar niðja hans, sem getið er í fróðum bókum sem varðveitt eru í skjalasöfnum hans majestæts, vorum við beygð undir stjórn fláráðra arðræningja og búskussa og máttum þola marga svívirðu og nauð næstu aldir.
Vér hyllum þig, Haraldur V Glücksburg foringi vor og sómaskjöldur. Megi dýrðarröðull þinn lýsa oss til framtíðar og frama undir náðugri leiðstjórn þinni.
Heyr bæn barns!

Fyrir hönd hinnar íslensku þjóðar ritað að Hólatorgi 4 þann þriðja júni á því herrans ári 2004 samkvæmt guðs og þjóðar vilja
Einar Steinn Valgarðsson
stúdent frá lærða skólanum á því sama herrans ári 2004.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.