þriðjudagur, október 21, 2003

Jæja. Pamína (kötturinn minn) hoppaði upp á lyklaborðið áðan og færslan eyddist. Ég verð því að skrifa allt upp á nýtt eftir minni. Gaman gaman. Hún er indæl. Vantaði bara athygli frá mér. :)



Auk þess sem ég nefndi í færslunni á undan (eða ÞAR Á UNDAN, ef maður telur eyddu færsluna með) er helst þetta að nefna af því sem ég gerði um helgina: Ég lærði heima, fór til ömmu og chillaði þess á milli. Hjálpaði svo Vésteini við þrif í gamla Kron-húsinu. Ég ryksugaði alla efri hæðina, en Vésteinn skúraði hana, sama sagan með stigann. Þetta var ágætt, nokkuð nett að við vorum ekki meira en 3 tíma að þessu.

Fór með Vésteini á Ríkarð III í Þjóðleikhúsinu. Þetta er tvímælalaust ein flottasta og skemmtilegasta sýning sem ég hef séð í langan tíma. Rimas Tuminas frá Litháen leikstýrir. Sýningin er nokkuð óhefðbundin, enda er hún kölluð ,,harmrænn gleðileikur, byggður á Ríkarði III eftir William Shakespeare. En túlkun leikstjórans er óviðjafnanleg, hann hefur einstaka sýn á verkið, hann kvikar þó ekki frá kjarnanum eða bætir að ráði við handritið sjálft, andrúmsloft þess helst, en þetta er hans skynjun á verkinu. Einnig leikmyndahönnuður og tónskáld, en þeir koma líka frá Litháen. Þessir 3 koma með alveg nýtt andrúmsloft í íslenskt leikhús. Leikararnir standa sig allir með mestu prýði en ef einhver ber af, er það þó Hilmir Snær sem Ríkarður. Hann var alveg... stórkostlegur! Í lok sýningar var ég með kjákann í gólfinu. Ég mæli með því af öllu hjarta að fólk drífi sig á sýninguna, nei, ég krefst þess! Þvi þetta er sýning sem maður má ALLS EKKI láta framhjá sér fara.


Kóræfing og Herranótt í gær. Immer gleich schön. :) :) :D :D


Í fyrrakvöld hitti ég Dodda og ætluðum við í bíó á Kill Bill. Við brunum því í bíóið, iðandi í skinninu af eftirvæntingu. En viti menn. Það var uppselt. Þar lágu Danir í því. En við létum ekki deigan síga, heldur brugðum á það ráð að skreppa á Laugarásvídeó. Ég get verið nokkuð vandlátur hvað spólur varðar og töfðumst við um klukkutíma. Ég segi mér þó til varnar, að Doddi er búinn að sjá allar skemmtilegar myndir. Ég kom líka með ýmsar tillögur sem féllu misvel í kramið.
Ákváðum loks að taka Christine eftir John Charpenter og reyndist hún vera drullugóð. Brjálaður bíll sem drepur alla, maður hatar það ekki. J
Mig grunar reyndar, að Christine sé ill tvíburasystir Brúmma (ef eitthvert ykkar man eftir honum) eða bílsins úr Disney-myndinni (sem ég man ómögulega hvað heitir, Guido eða e-ð, æi, Hvaðhannheitríkur).



Cafe Créme er týnd og hefur verið lengi. Ég er í raun búinn að leita á flestöllum mögulegum stöðum í húsinu. Finnist hún yfirleitt, þá er hún örugglega í arninum, eða á álíka gáfulegum stað.

Ég er líklega að vissu leiti eins og Mídas gullkóngur. Nema hvað að í stað þess að hlutir sem ég snerti breytist í gull, þá hverfa þeir.
Ég gæti örugglega þénað fúlgu í Vegas. Eitthvað á þessa leið: ,,Hinn mikli Einarstíní. Látið hann fá einhvern hlut og það er áreiðanlegt að hann verður búinn að láta hann hverfa innan tveggja sekúndna!”


Heimildarmyndahátíð er yfirstandandi núna, minnir að hún sé út mánuðinn. Meðal áhugaverðra mynda er heimildamyndin um Noam Chomsky og fjölmiðlafl (man ekki hvað hún heitir) og The truth & Lies About 9/11. "00 kr. inn. Mæli eindregið með að fólk kíki á hana. Geri það sjálfur þegar ég má vera að því.


Nú á ég eftir að vinna mig upp um þrjá kafla í viðskiptafræði. Það er viðskiptafræði á morgun. Ég ætla því að skakklappastappast yfir á Þjóðarbókhlöðu og þræla mér í gegn um þetta ( er t.d. búinn að eyða allt of löngum tíma í að blogga).


Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.