þriðjudagur, október 21, 2003

Bloggibloggibloggi


Ég veit ekki hvertsu fjölorður ég get verið um síðustu daga, þó hitt og þetta hafi á þá drifið.

Árshátíðin var verulega vel heppnuð og skemmtileg. Fór fyrst í matinn og skemmti mér mjög vel. Maturinn sjálfur var ágætur, þó það væri kannski smá flugvallayfirbragð yfir honum. Eftirrétturinn var betri. Kynnirinn var mjög skemmtilegur, þó svo að ég viti svo sem ekkert um hver hann var. Mjög gaman að Date-myndbandinu og Fear Factor. Herranæturmyndin var frábær og Árshátíðarmyndin var schnilld. Gaman gaman

Þaðan í partý hja 3./6. AB og það var geðveikt. Glaumur og gleði og áfengisflæði. Og rétt eins og einherjarnir (sem ég heiti reyndar eftir :D) í Valhöll sem drukku mjöð af júgrum Heiðrúnar fór enginn fyrr en hann var orðinn vel drukkinn og fengu allir nægju sína. Það var geysihagleg geit.
,,Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur",
,,....látum því vinir, vínið andann hressa" :)
Blaðraði t.d. heillengi við e-n vin Dodda. Hét Davíð eða Jakob eða eitthvað og aðra Kvennó-inga um alla heimsins vitleysu. Fínasti gaur, en djöfull var hann fullur! Ég var víst sjálfur alveg sæmilega skrautlegur og var svona dálítið að rugla í fólki :Þ

Þaðan var svo förinni heitið á Árshátíðina. Ég held að allir séu sammála um hversu hörmuleg gæslan var, helvítis kjaftur og attitjúd á fólki, skelland fólki í jörðina, margir komust ekki inn, ýtandi á þvöguna og blablabla
Ég sá nú annars ekki mikið af líkamleglegum átökum, enda grafinn lifandi í þvögunni, heyrði fremur af því seinna. Komst þó loks inn og eftir það er allt gott að segja. Ballið var frábært og Papar vægast sagt æðislegir. Já, djöfull andskoti eru þeir góðir. Vona að þeir muni spila sem oftast á böllum skólans í framtíðinni.
Við drekkum Jameson, við drekkum Jameson, allan daginn út og inn :).
Þvílík sæla! :)
Það eina sem mætti segja að hefði sett eilítið babb í bátinn, er að tíminn flýgur þegar það er gaman. Þ.e. a.s.; æðislegt á meðan það varir en svo er það allt í einu búið.

,,You Know what it's like, all reved up and no place to go". -Meatloaf

Rakst á Agga á ballinu en náði nú ekki að tala lengi við hann. Hann var að fara, hafði lentí stympingum og gæslan með eitthvað helvítis rugl við hann, að mig minnir. Alli var ansi skrautlegur, skilst mér, en ég sá hvorki tangur né tetur af honum á ballinu, enda komst hann ekki inn. Hann var alls ekki einn um að lenda í kjaftæði af hendi gæslunnar.

Já, gæslan var djöfulsins rugl en ballið var helber snilld, og skólafélagið má vera afar stolt af því :). Skilst reyndar að tveir eða þrír gæslumenn hafi verið reknir í kjölfar þessa kvölds. Farið hefur fé betra.

Annars er allt of langt síðan að ég hef hitt þá báða, að ráði. Reyndar ár og dagur síðan að ég hitti Alla. Verð að bæta úr þessu. Vona að ég geti hitt þá á fimmtudaginn, eða einhvern tíman um helgina. Aggi er nebblega að fara í afgerandi próf á fimmtudag, og óska ég honum alls hins besta í því.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.