fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Smá pælingar: Stundum heyrir maður fréttir þar sem sagt er frá “hrottalegri” eða “gróflegri” nauðgun. Hvers vegna er verið að bæta þessari einkunn við, og hún síðan notuð valkvæmt? Til að skilja þær “grófu” og “hrottalegu” frá hinum (”góðu”?), kannske? Hvenær er nauðgun EKKI gróf? Hvenær er nauðgun EKKI hrottaleg? Sjáið þið fyrir ykkur frétt eitthvað á þessa leið “Ungri stúlku var nauðgað blíðlega um Verslunarmannahelgina”, “Mild og hófsöm nauðgun átti sér stað um þrjúleitið í Reykjavík í nótt”?

Meðan ég man: Á meðan strippstaðir hafa verið harðlega gagnrýndir á Íslandi, hvers vegna hefur enginn fett fingur yfir karlstrippdönsurunum sem kemur núna til landsins? Er það aðeins þar sem konur strippa, sem það þykir athugavert, en ekkert athugavert við heilan hóp af karlstrippdönsurum sem kemur til landsins og lofar “eggjandi sýningu”?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.