þriðjudagur, maí 16, 2006

Það er alltaf gaman að vera minntur á að maður getur enn heyrt tónlist sem hrífur mann svo upp úr skónum að manni finnst maður nánast frelsaður. Ég heyrði slíkt lag í gær, að mér vitandi í fyrsta skipti, og það hitti mig beint í hjartastað. Ég kveikti á sjónvarpinu, þar var þáttur í þáttaröð um sögu dægurlagatónlistar blökkumanna á 20. öld, og var verið að fjalla um Sam Cooke. Ég minnist þess ekki að hafa hlustað á hann áður, nema ef ske kynni að ég hafi einhvern tíma heyrt í honum í útvarpi eða e-ð, án þess að vita að þetta væri hann. Í þættinum var sagt að hann hefði framan af farið býsna hefðbundnar leiðir framan af hvað varðar það sem hann söng um, stúlkur og pilta og ástir þeirra og þess háttar, en 1964 hafi orðið þáttaskil, hann varð djúpt snortinn af því að heyra Blowing In The Wind með Bob Dylan, og bætti því á efnisskrána sína. Honum fannst að hann, eða altént einhver blökkumaður hefði átt að semja þetta lag. Því, eins og dóttir Cooke sagði frá, hann þekkti yrkisefnið vel af eingin raun. „How Many Roads must a man walk down/ before you can call him a man?“ Þetta bergmálaði réttarstöðu blökkumanna og álit hvítra á þeim. Hann var einnig oft kallaður „boy“ af hvítum í Suðurríkjunum, þó hann væri fullorðinn og því var eins og Dylan syngi husanir Cookes sjálfs: Hversu margar vegi þyrfti hann að ganga áður enn hann mætti vera kallaður maður? Cooke langaði til að semja sjálfur lag helgað mannréttindabaráttu, sem myndi enduróma reynslu hans og annara blökkumanna, nokkurs konar svar þeirra við Dylan. Þá samdi hann lagið A Change Is Gonna Come. Þvílíkt lag, þvílíkur texti, og síðast en ekki síst: Þvílíkur söngur, þessi gullfallega sálarríka rödd, þar sem hann syngur frá innstu hjartarótum. Maður fær hrifningarhroll. Ég leyfi mér að birta textann hér en hvet fólk um leið til að hlusta á lagið. Það ætla ég svo sannarlega að gera og reyna að verða mér út um það.

A Change Is Gonna Come
I was born by the river
In a little tent
oh And just like the river
I've been running ever since

It's been a long, long time coming
But I know a change gonna come
Oh, yes it will

It's been too hard living
But I'm afraid to die
I don't know what's up there beyond the sky

It's been a long, long time coming
But I know a change gonna come
Oh yes it will

I go to the movies, and I go downtown
Somebody keep telling me,
don't hang around

It's been a long, long time coming
But I know a change gonna come
Oh yes it will

Then I go to my brother
I say brother help me please
But he winds up knocking me
Back down on my knees

There's been times that I thought
I wouldn't last for long
But now I think I'm able to carry on
It's been a long, long time coming
But I know a change is gonna come
Oh, yes it will

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.