fimmtudagur, janúar 05, 2006

Kleppur er víða...
Núna rétt áðan bankaði eldri kona og átti “erindi” við mömmu. Þar eð mamma var ekki heima fór tjáði hún mér hvað henni lá á hjarta. Hóf hún að fjasa einhvern samhengislausan vaðal sem ég hef ekki enn fengið botn í. E-ð Abbas, útlendingar, Þýskaland, Írak, Ólafur Thors, 100 ára afmæli lýðveldisins, sjálfstæðisflokkur, tungumál, Björn Bjarnarson, Keflavík, kommúnismi, fefefefefe...
Stóð þetta eintal yfir í e-ð tíu mínútur-kortér, nánast án öndunarpásu. Henni var mikið niðri fyrir og fjargviðraðist út í allt og ekkert, án þess að maður skildi bofs í því sem hún sagði, enda skipti hún um umræðuefni í sömu setningunni.
Það var augljóst áð hún var ekki med fulde fem.
Vissi ekkert hver þetta var, og kom á daginn að pabbi og mamma könnuðust ekkert við hana heldur, þegar ég sagði þeim frá þessu. Einhvern vegin kannaðist hún þó við þau.
Ég er hræddur um að ég sé stundum of umburðarlyndur við fólk. Ég ætlaði aldrei að geta losnað við þetta frúentimmer enda má hún eiga það, að hún gerði mann eiginlega kjaftstopp. Ég kunni ekki við að biðja hana að halda kjafti eða skella á hana, þó mér hafi verið það skapi næst.
Furðulegt atvik, svo ekki sé meira sagt. ...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.