föstudagur, apríl 29, 2005

Einar fór í bíó, pars secundus



Ég fór með Dodda á Shi mian mai fu (House of the Flying Daggers). Myndin er eftir Zhang Yimou, þann sama og gerði Hero. Við vorum sammála um að hún færi einstaklega flott en honum fannst melódramað ætla allt um koll að keyra í endann. Mér finnst hann gera úlfalda úr mýflugu. Fyrst og fremst er þetta afskaplega vönduð og falleg mynd með magnaðri cinematogrófíu (hvað sem það heitir á íslensku), landslag, myndataka og bardagatriði heilluðu mig upp úr skónum. Dans-bardaga atriðið í byrjun var t.d. alveg magnað. Að þessu leitinu til er hún hreinasta listaverk og stóð undir þeim væntingum sem ég hafði gert mér, hafandi séð aðrar kínverskar hágæðamyndir áborð við Hero, Crouching Tiger/Hidden Dragon og The Emperor And The Assasin. Sagan fannst mér fín; ástir, rómantík og erótík, ævintýri, svik og afbrýði þar sem enginn er þar sem hann er séður þó svo að uppljóstrana-dæmið hafi gengið dálítið í öfgar undir lokin og ástarþríhyrningurinn hefði mátt rista dýpra, gat orðið eilítið flatur á köflum. En aðal bardagasenan fannst mér að mörgu leiti bæta upp þau hughrif sem stundum skorti á í ástarsögunni, hún hefði kannski ekki virkað vel á pappír, en mikið svakalega kom hún flott út.
Allt í allt var ég mjög sáttur við þessa mynd,mergjuð kvikmyndagerð þó að mér þyki sagan ekki jafn vel út færð og í Hero eða Chrouching Tiger/Hidden Dragon. Af áðurnefndum sökum mæli ég þó eindregið með henni.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.