laugardagur, febrúar 12, 2005

Jæja, nú er það menningarsagan, History of the United States, þarf að komast yfir allav. 8 síður í viðbót í kvöld, ansi seinlesið. Er að lesa um Nixon núna.

Gerði kjarakaup í fyrradag er ég keypti safndisk með Comedian Harmonists á spottprís í 12 tónum. Lætur það unaðslega í eyrum. Sah ein Knab ein Röslein sthe’n/Röslein auf die Heide...

Annað gaman, Eddie Izzard er væntanlegur aftur til lands í mars og verður með uppistand á Broadway. :) Ég fagna því. Ég þangað. Verða e-ð 800 miðar í boði.
Mér leiðist samt þegar tónleikar eða uppistand er á litlum stöðum, þó svo að Broadway sé nú með stærri skemmtistöðum, en þetta er maður sem hefur fyllt hljómleikasali, einn vinsælasti og besti skemmtikraftur heims í dag og má því búast við að miðarnir rjúki upp á stuttri stundu. Ég hef oft rekið mig á að missa af góðum tónleikum/uppistandi/óperu vegna fárra miða sem hafa verið seldir snemma og e-ir með nógu marga frípunkta eða þeir sem versla við ákveðið fyrirtæki hafa haft forgang.
Ég minnist þess að í fyrra stóð í blaðinu að verið væri að reyna að fá Tom Waits til landsins. Svo heyrði maður ekkert meira af því. Svo segir Mark að það HAFI verið tónleikar á e-um litlum stað en það bar svo lítið á því að þetta fór framhjá flestum. Þessu mætti líkja við: . Þessu mætti líkja við: „...já, til gamans má geta að Bob Dylan treður upp á Gauknum í kvöld...“ Það þarf vart að taka fram hversu mjög mig hefði langað á þessa tónleika.

Ég er byrjaður að lesa The Curious Incident of the Dog in the Nighttime og líst nokkuð vel á hana.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.