föstudagur, febrúar 11, 2005

Ég lauk fyrir nokkrum dögum við Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez. Ég var afar heillaður af henni og þykir ekki furða að Marquez hafi fengið Nóbelsverðlaun, hafandi lesið þessa bók.
Þar næst las ég MAUS eftir Art Spiegelman. Þar segir hann sögu föður síns, sem var pólskur gyðingur og hvernig hann lifði stríðið og helförina. Bókin segir tvær sögur, annars vegar frá lífsreynslu föðurins, Vladek og hins vegar frá erfiðu sambandi hans og Art. Sagan er sögð í myndasöguformi, þar eru gyðingar teiknaðir sem mýs og Þjóðverjar kettir. Einstaklega áhrifamikil lesning.
Nú er ég að velta fyrir mér hvað ég les næst, er sem með langan lista af bókum en sá á kvölina sem á völina...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.