þriðjudagur, desember 14, 2004

Þetta
vekur í mér óhug. Varla er búið að dysja fórnarlömb fjöldamorðanna í Fallujah, allt landið er bókstaflega í hers höndum og Bandaríkjamenn ,,útiloka ekki" árás á Íran. Sífellt á að seila sig lengra, sífellt á að sölsa meira svæði yfir yfirráð Bandaríkjanna. Ekki hlusta á fjálglegt orðagjálfur þeirra heldur horfið á hvað þeir GERA. Hvar endar þetta? Ætli heimsbyggðin muni gera e-ð til að koma í veg fyrir þetta? Eða munu þeir trúa áróðrinum um frelsandi englana sem bjarga fólki með því að murka úr þeim lífið? Réttlætisriddaranna sem þvaðra um mannréttindi á meðan þeir traðka jafnt á mannréttindum eigin þjóðar og annarra og halda mönnum föngnum í fangelsi sem kemst næst helvíti á jörð, án dóms og laga þar sem þeir sæta hrottalegri niðurlægingu og pyntingum? Ég vona og bið að svo muni ekki verða.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.