sunnudagur, nóvember 28, 2004

Annað fréttnæmt; ég fór á samstöðufund fyrir Palestínu sem nefndist Þjóð í þrengingum Það var afar vel heppnaður og fræðandi fundur, fjölmenni og góður andi. Eftir fundinn skráði ég mig í félagið. Til hægri hef ég set hlekk á heimasíðu félagins sem ég hvet fólk til að kynna sér málefni félagsins og lesa greinar sem þar er að finna.
Daginn eftir horfði ég svo á heimildamyndina Gaza Strip, um líf Palestínsk flóttafólks í flóttamannabúðum á Gaza-svæðinu. Afar áhrifamikil mynd sem ég hvet alla að sjá.

Einnig set ég hlekk á heimasíðu Ísraelsku friðarsamtakanna Gush-Shalom. Formaður og stofnandi er Uri Avnery sem er Ísraelsmaður sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir friði milli Palestínumanna og Ísrael. Hann er 81s árs og er enn virkur. Hann er einnig afbragðs greinahöfundur og má finna margar góðar greinar eftir hann á síðunni.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.