þriðjudagur, september 28, 2004

Senn líður að lokum stutt-og heimildamyndahátíðarinnar Nordisk Panorama. Er ég búinn að vera þar mikið um helgina, hef skemmt mér konunglega og búinn að sjá margar afbragðsgóðar myndir. En fyrir þá sem vilja ná í skottið á henni þá eru síðustu myndirnar sýndar í dag og e-ar snemma næsta morgun. Svo verða á morgun sýndar vinningsmynd í hópi stuttmynda ásamt nokkrum öðrum áhugaverðum stuttmyndum. Sýningarnar verða í Regnboganum en verðlaunamyndin og félagar verða sýndar í Listasafni Reykjavíkur frá 19:30 til 22:30.
Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar, bendi ég á www.nordiskpanorama.com, kíkja í Regnbogann eða aftan á stólbök í strætisvögnum, en þar má fræðast nánar um dagskrána.
Jæja, þarf að rjúka. Sæl að sinni.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.