mánudagur, júlí 26, 2004

Komið þið sæl. Ég er risinn upp sem Lasarus eður kolbítur úr öskustó.
Ég bið dygga lesendur velvirðingar á löngu bloggleysi mínu. Orsakaðist það af leti, andarteppu og önnum. Sorgaratvik sem ég kæri mig ekki um að fara út í kom einnig upp á og dró úr mér andlegan mátt til skrifa. Nú hef ég einnig verið 3 vikur erlendis og ekki heft mikinn aðgang að neti hingað til.

Til að bæta ykkur missinn þá er hér ,,þýskur” brandari úr Monty Python:

Die ist ein Kinnerhunder und zwei Mackel uber und der bitte schon ist den Wunderhaus sprechensie. 'Nein' sprecht der Herren 'Ist aufern borger mit zveitingen'.
 
Ég er hér í góðu yfirlæti á Frederiksbersvegen 40 E í Skövde í Svíþjóð hjá systur minni, Jórunni og mági mínum Arnari. Kem heim seint á Laugardag. Veðrið er búiðað verta vott, skýjað og rár himinn flesta daga en þó einstaka dagar með góðru veðri.
Þannig var það til dæmis um daginn þegar við fórum í tjaldferð til Visingsö.  Það er afar falleg eyja sem er staðsett í næststærsta vatni Svíþjóðar,Vättern og vinsæll ferðamannastaður. Tjölduðum rétt hjá róló þar sem krakkarnir (Valli og Katrín, systurbörn mín) gátu leikið sér, nálægt vatninu.
Visingsö var aðsteur fyrsta konungs allrar Svíþjóðar og út við sjó sáum það sem eftir var af kastalanum þar sem konungarnir höfðu setið Nes, sem Magnus Ladelos lét byggja á 12. öld. Fátt stóð eftir nema hluti af útveggjum, kastalinn hafði verið brenndur af óvilarmönnum konungs og seinna hefur sjórinn sorfið það sem eftir stóð.
Snorri Sturluson heimsótti þennan kastala og er hennar getið í Formannasögum. Það ku vera eina ritaða heimildin um tilvist þessa kastala. Einnig var tilkomumikið að sjá kastala Brahe-hertogaættarinnar, hann hafði einnig brunnið enn stóð þó enn að mestu, utan þakið sem vantaði. Sæú ætt réð lögum og lofum á eyjunni og hafði sterk ítök í Svíþjóð. Af þeirri ætti var t.d. stjörnufræðingurinn Tycho Brahe. Arnar tók ýmsar myndir og getur vonandi sent mér og ég þá póstað á bloggið. Fórum svo í skoðunarferð með krökkunum í hestvagn og höfðu þau gaman að. Það hafa eflaust verið 16 manns í vagninum og þetta voru tveir hestar látnir draga. Go figure.
Við vorum sumsé þarna fram á annan dag og héldum svo í átt heim. Stoppuðum í Gränna sem er heimabær hvít-og rauðröndóttu sykurstanganna og stafanna sem maður fær t.d. á jólunum, og auðvitað gert mikið út á það, allt morandi í sælgætisbúðum. Mér leið eins og... tja, barni í sælgætisbúð?
Þaðan héldum við í snoturt gamaldags þorp með fallegum gömlum byggingum sem minntu mig óneitanlega á Emil í Kattholti og fengum okkur afbragðsgott kaffi og heimalagaðar kökur á miðaldalegri krá (hún minnti mig á krána í Bróður mínum ljónshjarta). Að lokum er vert að minnast gamallar steinbrúar sem við ókum framhjá. Hún virtist ævaforn og lá í boga yfir litla á sem rann þar með vatnaliljum, umkrngd grösugum túnum og faellegum gömlum bóndabæum. Allt minnti þetta mig á Astrid Lindgren.

Daginn eftir skruppum við svo á jarðaberjaakur og tíndum e-ð 5-7 kíló. Þá var Adam kominn í paradís.

Margt fleira höfum við brallað; skruppum t.d. í bústað til vinafólks J. Og A. Sem var við vatn, einnig mjög Astrid Lindgren-legt, akkkúrat svona vatnið sem krakkarnir baða sig í á sumrin í sumarbústað, veiða  og róa út á bát. Við skruppum einmitt út á vatn í mótorbát og Valli fékk að stýra! :)
Það verður þó gaman að koma heim aftur á Laugardaginn.
Kveðja
Einar

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.