þriðjudagur, apríl 06, 2004

DV = félagslegir klámhundar


Ég er einn af þeim sem finnst vinnubrögð DV ómerkileg. Mér finnst ómerkilegt að velta sér upp úr saur þjóðfélagsins. DV er orðið slúðursnepill og eys menn auri.
Fréttirnar eru lágkúrulegar. Til að mynda "Grétars-málið": Heilsíðumynd á forsíðu af kærustu hins meinta ógæfumanns með fyrirsögninni Kærastan heimsótti Grétar í fangelsið!

Í fyrsta lagi: Hverjum stendur ekki á sama?

Kærastan fyrirgefur Grétari allt. -- Jamm, og Friðrik Weishappel keypti sér nýjan jeppa. Fjórhjóladrifinn, heyrði ég.

Í öðru lagi: DV er ekki í aðstöðu til að dæma aðra. Samanber lögregluskýrsluna alræmdu. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, hmm?
Málið var ennþá í rannsókn og menn undir grun og einhver lekur til DV trúnaðarupplýsingum sem lögum samkvæmt eiga að vera milli málsaðila og réttarkerfis. DV birtir hana eins og ekkert sé og truflar vinnslu málsins.
Lengi lifi réttlætið! "Lekandinn" er sakhæfur en ekki DV!
Hver sem er getur lesið þetta en einungis má sakfella "lekandann" á meðan DV-snáparnir eru stikkfrí.
Þessir menn virðast svífast einskis til að rakka niður náungann. Upp í hugann koma orð í líkingu við "rógtungur" og "trosberar". Aðgát skal höfð í nærveru sálar, hmm?

Tökum til að mynda mál Kára Stefánssonar. Hann er sakaður um peningaþvætti. Í stað þess að leggja fram kæru fer slefberi með orðróminn í blöðin og DV birtir á forsíðu fullyrðingu þess efnis. Hvað varð um regluna "saklaus unns sekt er sönnuð"? Þeir hafa ekkert áþreifanlegt fyrir sér en taka sér dómsvald og sverta mannorð hans.
Þetta er ekki einsdæmi, iðulega er sora slegið upp á forsíðu.
Til að mynda var maður nýlega kærður fyir kynmök við drengi. Áður en var búið að dæma í málinu var búð að birta nafn hans og mynd. Þannig hefur hann verið brennimerktur. Eins og í villta vestrinu þegar menn voru skotnir fyrst og spurðir svo.

Ekkert virðist vera heilagt, hvorki einkalíf, mannorð né sanngirni.

Ég held að forstöðumenn DV megi sannarlega taka boðskap og speki Hávamála sér til fyrirmyndar:

Fróður sá þykist
er fregna kann
og segja ið sama
eyvitu leyna
megu ýta synir
því er gengur um guma

Ærna mælir
sá er æva þegir
staðlausu stafi
hraðmælt tunga
nema haldendur eigi
oft sér ógott um getur.

(Ef einhver skilur ekki gullaldarorðfarið þá getur sá hinn sama flett upp í orðabók!)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.