mánudagur, janúar 12, 2004

Skráði mig í söngkeppnina, en óvíst hvort ég komist inn. Það eru það margir um þetta. Ég verð að segjaí fyllstu hreinskilni að mér finnst það alveg óhæft að maður fái tveggja daga fyrirvara til að skrá sig, eins og kalda tusku fram í smettið á sér. Það var ekki búið að auglýsa þetta hætishót eða tala um þetta á vefnum eða neitt annað! Maður vissi bara af þessu tveimur dögum áður en maður átti að skila inn! Svo var einum degi bætt við, en það er ekki eins og það breyti mjög miklu.

Fór í afar skemmtilegt sameiginlegt afmælispartý til Bigga og Freys í gær, sem var haldið á Kaffi Amsterdam. Þar var mikill glaumur og gleði. Ég þakka kærlega fyrir mig og enn og aftur til hamingju! :)

Annars er fátt merkilegt að segja frá deginum í dag. Ég hef mest megnis bara hangið heima í dag og chillað. Þarf að fara að byrja á bókinni í ensku, en á enn eftir að klára The Pianist og hef hingað til reynt að einbeita mér að henni einni.

Ég heyrði veður af því að fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna hafi verið að segja að árásin á Írak hafi verið plönuð löngu áður en ráðist var á World Trade Center og segir olíuhagsmuni hafa ráðið hvað mestu. Þetta þykja mér fréttir, og mun merkilegri en að Íslendingar hafi fundið gömul efnavopn úr fyrra stríði. Vopnin sem Bandaríkjamenn útveguðu þeim (sjá elstu færsluna mína, svo ég sé nú ekki að endurtaka mig um of). Það er ekki eins og Bandaríkjamenn eigi ekki sjálfir efna-og gereyðingarvopn. Og hvað með Rússa, eða Frakka. Var öllu bara hent á haugana við lok Kalda stríðsins?

Annars missti ég af fréttunum, svo ég hef ekki getað kynnt mér þetta nánar. Ég verð líka að háta að ég hef verið alltof latur við að fylgjast með þeim síðustu daga. Þetta verður eflaust í blöðunum (e.t.v. komið), og ég skrifa þá kannski meira þegar ég hef lesið mér betur til.


Lag dagsins er The Weeping Song með Nick Cave & The Bad Seeds

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.