þriðjudagur, desember 02, 2003

Nýyrði.
Hlýðið nú allar helgar kindir.
Heyrt hef ég nokkur sorgleg nýyrði á dögunum.

Þegar ég var að hlusta á fréttirnar uym daginn, var frétt um smygl. Þar hljómaði tvisvar orð sem ég hafði ekki heyrt áður. Það var orðið Smyglingur. Eitthvað á þessa leið ,,...lögreglan varð uppvísa um smygling á fjórða tímanum í dag..."
Sjáum nú til. Það eru til orð eins og ,,smygl", ,,smyglvarningur", ,,smyglari"... EN HVAÐ Í HELVÍTINU ER SMYGLINGUR???!!!

,,Smyglingur hefur sést iðulega við Íslandsstrendur yfir sumarmánuðina en flýgur svo suður á bóginn þegar nær dregur vetri...." :Þ

Svo er viðskiptafræðin að sjálfsögðu gnægðarbrunnur og uppsprettulind íðorðanna. Í gær heyrði ég t.d. orð eins og ,,skalarhagkvæmni" og ,,högnun".
,,Högnun" er sumsé sú athöfn að hagnast, samkvæmt kennara mínum. :Þ

Löng þögn frá minni hálfu á meðan hún útskýrði merkingu orðsins, eins og ekkert væri eðlilegra. Ég þagði en starði svipbrigðalaus á hana, með frosið andlit og kinkaði hægt kolli.

,,Vegna skilvirkrar skalarhagkvæmni varð umtalsverð högnun á smyglingnum..." :Þ


Jæja, best að læra



Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.